Íslenski boltinn

KR-ingar búnir að jafna - tvö rauð spjöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa. Mynd/Daníel

Síðari hálfleikur á Vodafonevellinum fer heldur betur fjörlega af stað því Marel Jóhann Baldvinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir tveggja mínútna leik.

KR-ingar voru þó ekki lengi manni fleiri því Óskar Örn Hauksson fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Reynis Leóssonar.

KR-ingar jöfnuðu svo leikinn á 60. mínútu en þar var Björgólfur Takefusa að verki.

Spennandi lokakafli er framundan á Vodafonevellinum en mönnum er mjög heitt í hamsi og tæklingar fljúga um allan völl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×