Enski boltinn

Tottenham hefur augastað á Cissokho

Cissokho í baráttu við Sergio Aguero hjá Atletico
Cissokho í baráttu við Sergio Aguero hjá Atletico Nordic Photos/Getty Images

Bakvörðurinn Aly Cissokho hjá Porto segir að fjöldi liða hafi sett sig í samband við sig, þar á meðal Tottenham á Englandi.

Hinn 21 árs gamli Cissokho gekk í raðir Porto frá Vitoria Setubal á síðasta ári og hefur slegið í gegn með Porto. Hann þótti spila einstaklega vel í leikjunum gegn Manchester United í Meistaradeildinni þar sem hann þurfti m.a. að hafa gætur á Cristiano Ronaldo.

"Ég er samningsbundinn Porto til 2012 og þeir vilja að ég lengi hann um eitt ár. Það þýðir að þeir hafa trú á mér og ég er stoltur af því. Ég veit líka að það eru stór félög á eftir mér, Tottenham er eitt þeirra, og það er í góðu lagi. Ég þarf að ræða við félagið mitt og sjá til hvað gerist í framhaldinu," sagði Cissokho, sem einnig hefur staðfest að Atletico Madrid hafi óskað eftir kröftum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×