Enski boltinn

Palacios fær frí hjá Tottenham vegna fjölskylduharmleiks

Nordic Photos/Getty Images

Miðjumaðurinn Wilson Palacios hjá Tottenham hefur fengið frí frá liðinu um óákveðinn tíma til að fara til heimalands síns vegna fjölskylduharmleiks.

Bróður knattspyrnumannsins var rænt fyrir tveimur árum og nú er talið að lík hans sé komið í leitirnar í grennd við höfuðborg Hondúras. Talið er óvíst að Palacios muni leika meira með liði sínu á leiktíðinni vegna þessa.

"Wilson er einn ljúfasti piltur sem ég hef kynnst og fótbolti er auðvitað það síðasta sem menn eru að hugsa um á stundu sem þessari," var haft eftir Jamie Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham.

Þetta er annar harmleikurinn á nokkrum dögum sem ríður yfir leikmenn Tottenham, en ekki er langt síðan bróðir framherjans Jermain Defoe lést eftir líkamsárás í Lundúnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×