Enski boltinn

Chelsea fylgist náið með þremenningum hjá Benfica

Ómar Þorgeirsson skrifar
Angel Di Maria.
Angel Di Maria. Nordic photos/AFP

Frank Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, hefur viðurkennt að Lundúnafélagið sé með þrjá efnilega leikmenn Benfica undir smásjánni hjá sér.

Chelsea vonast til þess að áfrýjun gegn félagaskiptabanni FIFA nái í gegn og félagið geti byrjað strax í næsta félagaskiptaglugga í janúar að styrkja leikmannahóp sinn. Hinir ungu og efnilegu Angel Di Maria, Fabio Coentrao og Javi Garcia eru þeir leikmenn sem um ræðir og Arnesen nefnir á nafn í viðtali við portúgalska dagblaðið O Jogo.

„Við fylgjumst að sjálfsögðu áfram með leikmannamarkaðnum þrátt fyrir bannið. Þessir þrír leikmenn eru það góðir að við erum búnir að afla okkur upplýsinga um þá. Það þýðir samt ekki að við séum með kauptilboð og samninga í burðarliðnum," er haft eftir Arnesen en allir leikmennirnir þrír eru á langtímasamningum hjá Benfica og hver um sig metinn á um 30 milljónir evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×