Innlent

Stakk mann með hnífi

Nær sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega árás. Hann stakk annan mann með hnífi ofarlega í framanverðan brjóstkassa. Fórnarlambið hlaut þriggja sentimetra langan skurð nokkru neðan við vinstra viðbein. Atvikið átti sér stað á Akureyri í júní.

Sá sem fyrir árásinni varð krefst þess að hnífamaðurinn greiði sér tæpar 480 þúsund krónur í skaðabætur og vegna lögmannsaðstoðar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×