Enski boltinn

Manchester félögin með Rodwell undir smásjánni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jack Rodwell.
Jack Rodwell. Nordic photos/AFP

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester City sé nú búið að bætast í hóp þeirra félaga sem eru að fylgjast náið með táningnum Jack Rodwell hjá Everton.

Englandsmeistarar Manchester United hafa meðal annarra verið sterklega orðaðir við miðjumanninn og núna sjá breskir fjölmiðlar fram á kapphlaup um Rodwell í Manchester borg.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 18 ára gamli Rodwell þegar spilað 27 leiki fyrir Everton og þrátt fyrir að knattspyrnustjórinn David Moyes sé að nota leikmanninn spila á miðjunni hjá sér þá mun hann einnig geta leikið í miðju varnarinnar.

Miðað við hvernig Moyes stóð lengi í City með varnarmanninn Joleon Lescott er talið útilokað að hann sleppi hendinni af stráknum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en hann hefur eflaust í nógu að snúast næsta sumar í að halda leikmanninum áfram á Goodison Park.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×