Enski boltinn

Nolan kominn til Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Nolan, til hægri, fagnar marki í leik með Bolton.
Kevin Nolan, til hægri, fagnar marki í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Nolan mun gangast undir læknisskoðun hjá Newcastle í dag en Bolton hefur samþykkt kaupverð félagsins í hann.

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, staðfesti þetta í dag en talið er að kaupverðið hljómi upp á 4,5 milljónir punda. Það er því fátt sem virðist koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika.

Nolan er 26 ára gamall og hefur verið á mála hjá Bolton undanfarin tíu ár. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Bolton árið 1999 og hefur á þeim tíma leikið 296 leiki og skorað í þeim 40 mörk. Hann hefur einnig verið fyrirliði Bolton.

Hann á einnig að baki tvo leiki með U-21 landsliði Englands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×