Innlent

Dularfullt ljós á himnum - sennilega stjörnuhrap

Stjörnuhrap fyrir nokkrum vikum.
Stjörnuhrap fyrir nokkrum vikum.

Allnokkrir hafa hringt inn á fréttastofu og segjast hafa séð skært ljós á himnum sem hrapaði til jarðar. Einn sjónarvotturinn taldi að þarna hafi verið óvanalega bjart stjörnuhrap. Svo virðist sem það hafi verið á suðurlandi en annar sjónarvotturinn sem var gestur í Bláa lóninu sagði fyrirbærið hafa verið svo skært og mikið að það virtist mjög nálægt. Fyrirbærið sást um klukkan hálf sex í kvöld.

„Við héldum fyrst að þarna hefði flugvél hrapað," segir sjónarvotturinn sem var með konunni sinni í Bláa Lóninu þegar hann sá bjarmann og gat ekki lýst honum öðruvísi en að þarna virtist hreinlega logandi flugvél vera að hrapa til jarðar.

Hann segir fyrirbærið hafa verið á himnum í allnokkrar sekúndur. Sjálfur giskaði hann á að það hafi sést vel í um fimm sekúndur.

„Konan mín fékk gæsahúð. Sjálfum líður mér eins og ég hafi séð eitthvað meiriháttar," sagði sjónarvotturinn í viðtali við Vísi.

Þegar haft var samband við Veðurstofu fengust engar upplýsingar um fyrirbærið sem er sennilega stjörnuhrap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×