Enski boltinn

Redknapp staðfestir tilboð í Defoe og Downing

Defoe gæti verið á leið í hvíta búninginn á ný
Defoe gæti verið á leið í hvíta búninginn á ný NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp stjóri Tottenham staðfesti í samtali við Sky í dag að félagið hefði gert formleg kauptilboð í bæði Jermain Defoe hjá Portsmouth og Stewart Downing hjá Middlesbrough.

Defoe lét hafa eftir sér að hann væri til í að fara aftur til Tottenham fyrst og fremst til að vinna aftur með Harry Redknapp.

Downing fór formlega fram á að verða seldur frá Middlesbrough í dag en forráðamenn Boro hafa ekki í hyggju að verða við þeirri bón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×