Skógar munu þekja allt láglendi Íslands 2. september 2009 04:45 Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálfsánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. Fréttablaðið/Gva „Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira