Enski boltinn

Harper framlengir hjá Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Harper í einum af þeim 111 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Newcastle.
Harper í einum af þeim 111 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Newcastle.

Markvörðurinn Steve Harper hefur skrifað undir nýjan samning við Newcastle til þriggja ára. Talið er að þessi 33 ára leikmaður gæti orðið aðalmarkvörður Newcastle á næsta tímabili.

Shay Given hefur varið mark Newcastle af stakri prýði síðan 1997. Í desember gaf hann það út að hann vildi yfirgefa félagið. Hann hefur verið orðaður við Manchester City, Arsenal og Tottenham.

Harper hefur verið talinn meðal bestu varamarkvarða ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur samtals leikið 111 leiki fyrir félagið. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 1993 og eru hann og Given miklir vinir.

„Steve er mjög vinsæll meðal leikmanna, starfsmanna og stuðningsmanna Newcastle. Hann er frábær markvörður og því skiljanlegt að það hefur verið erfitt fyrir Harper að tryggja sér treyju númer eitt," sagði Chris Hughton, aðstoðarstjóri Newcastle.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×