Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi 9. febrúar 2009 14:18 Hafsteinn Gunnar Hauksson, forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, segist ekki nemi í klækjafræði útrásavíkinga. „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Í greininni ritar Guðmundur Andri eftirfarandi: Eina von íslensku auðmannanna um sáluhjálp er sú að þeir gjöri iðrun og yfirbót - fari á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni í raunverulegum viðskiptum og Vali Valssyni í raunverulegri bankastarfsemi, lesi ævisögu Thors Jensen til að fræðast um raunveruleg umsvif, skili svo þjóðinni aftur peningunum sem þeir rændu frá henni. Annars fer illa. Um það vitna gamlar sagnir sem brýnt er fyrir þá að kynna sér. Þær er meðal annars að finna í Völsunga sögu og Skáldskaparmálum Snorra Sturlunar, sem þeim hefði verið nær að lesa í Versló og framhaldsdeild Versló heldur en að læra eingöngu siðlausa klæki og bókhaldsbrellur. Sem nemanda í Verslunarskólanum þykir Hafsteini illa vegið að sér og sínum samnemendum og þykir miður að Guðmundur Andri skuli tengja skólann neikvæðri umræðu með þessum hætti. „Ég get nú vottað um það að áfanginn klækir og siðleysi 103 er ekki kenndur hér við skólann, heldur þvert á móti," segir Hafsteinn og áréttar að það sé lögð talsverð áhersla á heiðarlega viðskiptahætti og siðferði í náminu. Hafsteinn segir það mikill misskilningur að Verslunarskólinn sé einhverskonar útungunarstöð siðlausra útrásavíkinga, nemendur skólans megi finna í öllum starfsstéttum landsins. Þetta er ekki fyrsta árásin á skólann, rithöfundurinn Andri Snær Magnason lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að skólinn væri fallinn. „Þá hringdi Andri í mig og baðst persónulega afsökunar. Í kjölfarið buðum við honum að koma og skoða skólann sem og hann gerði. Ég vona að Guðmundur sé ekki minni maður og býð þá bara honum líka að koma og leita af sér allan grun um kennslu í siðleysi hér á bæ. Hann hlýtur að átta sig á því að það sem hann segir á ekki við rök að styðjast" segir Hafsteinn sem gagnrýnir Guðmund fyrir að beina reiði sinni gagnvart skólanum. Hann bendir jafnframt á að stundum heyrist skýrar í manni þegar maður talar, í stað þess að öskra og vera með upphrópanir. Tengdar fréttir Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Í greininni ritar Guðmundur Andri eftirfarandi: Eina von íslensku auðmannanna um sáluhjálp er sú að þeir gjöri iðrun og yfirbót - fari á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni í raunverulegum viðskiptum og Vali Valssyni í raunverulegri bankastarfsemi, lesi ævisögu Thors Jensen til að fræðast um raunveruleg umsvif, skili svo þjóðinni aftur peningunum sem þeir rændu frá henni. Annars fer illa. Um það vitna gamlar sagnir sem brýnt er fyrir þá að kynna sér. Þær er meðal annars að finna í Völsunga sögu og Skáldskaparmálum Snorra Sturlunar, sem þeim hefði verið nær að lesa í Versló og framhaldsdeild Versló heldur en að læra eingöngu siðlausa klæki og bókhaldsbrellur. Sem nemanda í Verslunarskólanum þykir Hafsteini illa vegið að sér og sínum samnemendum og þykir miður að Guðmundur Andri skuli tengja skólann neikvæðri umræðu með þessum hætti. „Ég get nú vottað um það að áfanginn klækir og siðleysi 103 er ekki kenndur hér við skólann, heldur þvert á móti," segir Hafsteinn og áréttar að það sé lögð talsverð áhersla á heiðarlega viðskiptahætti og siðferði í náminu. Hafsteinn segir það mikill misskilningur að Verslunarskólinn sé einhverskonar útungunarstöð siðlausra útrásavíkinga, nemendur skólans megi finna í öllum starfsstéttum landsins. Þetta er ekki fyrsta árásin á skólann, rithöfundurinn Andri Snær Magnason lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að skólinn væri fallinn. „Þá hringdi Andri í mig og baðst persónulega afsökunar. Í kjölfarið buðum við honum að koma og skoða skólann sem og hann gerði. Ég vona að Guðmundur sé ekki minni maður og býð þá bara honum líka að koma og leita af sér allan grun um kennslu í siðleysi hér á bæ. Hann hlýtur að átta sig á því að það sem hann segir á ekki við rök að styðjast" segir Hafsteinn sem gagnrýnir Guðmund fyrir að beina reiði sinni gagnvart skólanum. Hann bendir jafnframt á að stundum heyrist skýrar í manni þegar maður talar, í stað þess að öskra og vera með upphrópanir.
Tengdar fréttir Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00