Fótbolti

Ronaldo ekki valinn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik.
Ronaldo hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik. Nordic Photos / AFP

Ekkert reyndist hæft í þeim orðrómi að Ronaldo kynni að vera valinn í brasilíska landsliðið og segir landsliðsþjálfarinn ólíklegt að hann muni spila á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, tilkynnti landslið sitt fyrir tvo síðustu leiki Brasilíu í undankeppni HM 2010 í gær. Brasilía er þegar búið að tryggja sér þátttökurétt á HM í Suður-Afríku en liðið mætir Bólivíu og Venesúela í síðustu leikjum sínum í undankeppninni.

Kaka, Luis Fabiano, Gilberto Silva, Maicon og Julio Cesar voru allir valdir í liðið en það kom mörgum á óvart að Alex hjá Spartak Moskvu og Naldo, leikmaður Werder Bremen, fá tækifærið nú.

Robinho og Julio Baptista eru þó fjarverandi sem og Ronaldinho eins og í síðustu leikjum liðsins.

Landsliðshópur Brasilíu:

Markverðir: Julio Cesar (Inter Milan) og Victor (Gremio)

Varnarmenn: Maicon (Inter Milan), Daniel Alves (Barcelona) Andre Santos (Fenerbahce), Filipe (Deportivo La Coruna), Lucio (Inter Milan), Juan (Roma), Luisao (Benfica), Miranda (Sao Paulo) og Naldo (Werder Bremen)

Miðvallarleikmenn: Gilberto Silva (Panathinaikos), Sandro (Internacional), Lucas (Liverpool), Josue (Wolfsburg), Elano (Galatasaray), Ramires (Benfica), Alex (Spartak Moscow), Kaka (Real Madrid) og Diego Souza (Palmeiras)

Sóknarmenn: Luis Fabiano (Sevilla), Adriano (Flamengo), Nilmar (Villareal) og Diego Tardelli (Atletico Mineiro).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×