Innlent

Banaslys í Jökulsárhlíð

Banaslys varð um klukkan ellefu í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót á Austurlandi. Í tilkynningu frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að jeppabifreið á norðurleið valt á veginum.

Tveir menn voru í bifreiðinni og lést annar þeirra en hinn var fluttur slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði í náinni samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum.

Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×