Innlent

Skarst á puttum og fékk skaðabætur

Konu sem starfaði sem sendill hjá fyrirtækinu Íshlutum voru í dag dæmdar skaðabætur vegna vinnslyss sem hún lenti í árið 2007. Bæturnar eru upp á rúmar 1.100.000 krónur en hún fær einnig 4,5% ársvexti frá slysinu sem varð í október árið 2007. Konan hefur leitað til bæði bæklunarlæknis og tauglæknis en er enn með einkenni.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavkur er sagt frá því að konan hafi verið að koma með vöru fyrir verkstæðið. Þar sem enginn var við vinnu í þeim hluta hússins sem hún átti erindi fór hún um nærliggjandi gönguhurð til að opna stóra vöruhurð að innanverðu. Þegar hún hugðist opna vöruhurðina var rofinn til að opna hana staðsettur það hátt yfir gólfi að hún náði ekki til hans.

Steig hún þá upp á um 20 cm steinkant við útvegginn og hélt sér í leiðarann sem leiðir neðri hluta hvers fleka í hurðinni. Þegar hurðin byrjaði að opnast keyrðist leiðihjólið eftir leiðara sínum yfir litlafingur og baugfingur vinstri handar stefnanda, sem skárust mjög illa.

Fyrirtækið var dæmt til þess að greiða konunni fyrrgreindar skaðabætur auk 900.000 krónur í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×