Íslenski boltinn

Umfjöllun: Alfreð tryggði Blikum sigur í Eyjum

Ellert Scheving skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika í kvöld.
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika í kvöld. Mynd/Stefán

Breiðablik skaust í toppsætið eftir 0-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Breiðablik hefur unnið báða sína leiki á meðan Eyjamenn eru stigalausir og hafa ekki enn skorað mark.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki ákjósanlegar en stífur vindur lá á annað markið sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. Bæði lið reyndu þó hvað þau gátu að leika knattspyrnu og oft á tíðum sáust góð tilþrif.

Blikar lékur undan vindi í fyrri hálfleik og voru betri aðilinn en náðu þó ekki að skapa sér afgerandi færi.

Bestu tilþrif fyrri hálfleiksins sýndi Kristinn Steindórsson en hann fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða af 25 metra færi og hafnaði boltinn bæði í slánni og stönginni áður en hann rúllaði útaf.

Markalaust í þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks.

Eyjamenn byrjuðu betur í seinni hálfleik en fengu algert kjaftshögg á 51. mínútu þegar Alfreð Finnbogason slap einn í gegn, eftir sendingu frá Kristinni Steindórssyni, og átti ekki í miklum erfiðelikum með að rúlla boltanum framhjá Albert í markinu.

Sóknarleikur Eyjamanna lamaðist eftir markið og það vantaði alla sköpun og kraft í framherja ÍBV.

Á 91. mínútu fékk Andrew Mwesigwa síðan að líta sitt annað gula spjald og þar af leiðandi það rauða þegar hann brá sér í gervi handknattleiksmanns og stangaði boltann í mark Breiðbliks eftir góða aukaspyrnu utan af kanti. Leiktíminn rann út eftir það og Blikar fögnuðu gríðarlega í leikslok.

Tölfræðin í leiknum:

ÍBV-Breiðablik 0-1

0-1 Alfreð Finnbogason (51.)

Hásteinsvöllur, Vestmannaeyjum.

Áhorfendur: 560

Dómari: Kristinn Jakobsson (7)

Skot (á mark): 13-15 (3-5)

Varin skot: Albert 4 - Ingvar 3

Horn: 4-5

Aukaspyrnur fengnar: 11-15

Rangstöður: 2-3

ÍBV (4-4-2)

* Albert Sævarsson 7 - Maður leiksins -

Arnór Eyvar Ólafsson 5

Andrew Mwesigwa 5

Eiður Aron Sigurbjörnsson 5

(81., Elías Ingi Árnason)

Matt Garner 6

Tony Mawejje 6

Andri Ólafsson 6

Pétur Runólfsson 5

(71., Augustine Nsumba -)

Þórarinn Ólafsson 5

Ajay Leicht Smtih 6

Viðar Örn Kjartansson 5

(83., Ingi Rafn Ingibergsson -)

Breiðablik (4-3-3)

Ingvar Þór Kale 5

Árni Kristinn Gunnarsson 5

Kári Ársælsson 6

Guðmann Þórisson 6

Kristinn Jónsson 6

Finnur Orri Margeirsson 6

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6

Arnar Grétarsson

(33., Guðmundur Kristjánsson 6)

Olgeir Sigurgeirsson 6

Alfreð Finnbogason 7

Kristinn Steindórsson 6

(63., Haukur Baldvinsson 5)




Tengdar fréttir

Pólskur kranamaður á línunni í Eyjum í kvöld

2. umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með leik ÍBV og Breiðabliks. Athygli vekur að annar aðstoðarmaður Kristinn Jakobssonar dómara er hinn pólski Tomasz Jacek Napierajczyk.

Blikar fljúga frá Bakka til Eyja

ÍBV leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deild karla í kvöld og verður þá lið Breiðabliks í heimsókn. Þó nokkuð rok hefur verið á suðurlandi í dag en þó er enn flogið til Eyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×