Enski boltinn

Hartlepool sló út Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Hartlepool fagna öðru marka sinna í dag.
Leikmenn Hartlepool fagna öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
C-deildarlið Hartlepool sló út úrvalsdeildarlið Stoke í fyrsta leik dagsins í ensku bikarkeppninni með 2-0 sigri.

Þetta eru fyrstu óvæntu úrslit þriðju umferðarinnar en 22 leikir hefjast nú klukkan 15.00 og þá hefst leikur Liverpool og Preston klukkan 17.25.

Bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Michael Nelson með skalla og svo David Foley með glæsilegu skoti af 30 metra færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×