Heimir Guðjónsson: Sýndum fádæma kæruleysi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júlí 2009 22:40 Heimir Guðjónsson þjálfari FH Mynd/Vilhelm Heimir Guðjónsson þjálfari FH var jafn ósáttur við leik FH í lok fyrri hálfleiks og upphafi þessi síðari gegn Breiðablik í kvöld og hann var ánægður með fyrsta hálftímann og sigurinn í leiknum. "Við spiluðum virkilega vel fyrsta hálftímann og skoruðum eitt mark. Við hefðum getað skorað fleiri en það er í stöðunni 1-0 að það þarf ekki mikið að gerast og við sýndum af okkur fádæma kæruleysi síðasta korterið í fyrri hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn," sagði Heimir eftir leikinn. "Daði hélt okkur í lok fyrri hálfleiks en í byrjun síðari hálfleiks þá hélt sama ruglið áfram, algjört ofmat á eigin getu. Efir að þeir jafna þá fannst mér við taka okkur aðeins saman í andlitinu og náðum að klára þennan leik og landa gríðarlega mikilvægum sigri." "Varnarleikurinn síðasta korterið og fyrstu tíu, fimmtán í síðari var ekki nógu góður. Menn gáfu boltann frá sér á hættulegum stöðum og hleyptu Blikunum inn í þetta. Þeir vorum með hlaup upp í hornin sem við náðum ekki að loka nógu vel á þessum kafla. Þegar leið á seinni hálfleik þá náðum við að loka betur fyrir þetta." FH hefur misst nokkra varnarmenn í meiðsli á leiktíðinni og voru Guðmundur Sævarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Pétur Viðarsson og Freyr Bjarnason fyrir utan hópinn í dag en allir hafa þeir spilað mikið í vörn FH í sumar. "Það er ekkert launungarmál að vörnin er það sem þú vilt síst breyta. Engu að síður hafa þessir menn sem hafa komið inn staðið sig vel. Breiðablik er með gott fótboltalið eins og sást í kvöld." "Spilamennskan var frábær fyrsta hálftímann og batna aftur er leið á seinni hálfleikinn. Við tökum það með okkur úr þessum leik að þegar við spilum í fáum snertingum og látum boltann ganga þá erum við í góðum málum en ef við ætlum að vera með flóknar útfærslur úti á vellinum þá lendum við í vandræðum," sagði Heimir Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH-ingar unnu sinn tólfta sigur í sumar - með 13 stiga forskot FH-ingar náðu þrettán stiga forskoti í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í kvöld. Tryggvi Guðmundsson tryggði FH sigurinn með hægri fæti. 26. júlí 2009 19:00 Ólafur Kristjánsson: Lítil uppskera Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks neitaði því ekki að fallbarátta blasi við Blikum fari liðið ekki að safna stigum hið snarasta. 26. júlí 2009 22:28 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var jafn ósáttur við leik FH í lok fyrri hálfleiks og upphafi þessi síðari gegn Breiðablik í kvöld og hann var ánægður með fyrsta hálftímann og sigurinn í leiknum. "Við spiluðum virkilega vel fyrsta hálftímann og skoruðum eitt mark. Við hefðum getað skorað fleiri en það er í stöðunni 1-0 að það þarf ekki mikið að gerast og við sýndum af okkur fádæma kæruleysi síðasta korterið í fyrri hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn," sagði Heimir eftir leikinn. "Daði hélt okkur í lok fyrri hálfleiks en í byrjun síðari hálfleiks þá hélt sama ruglið áfram, algjört ofmat á eigin getu. Efir að þeir jafna þá fannst mér við taka okkur aðeins saman í andlitinu og náðum að klára þennan leik og landa gríðarlega mikilvægum sigri." "Varnarleikurinn síðasta korterið og fyrstu tíu, fimmtán í síðari var ekki nógu góður. Menn gáfu boltann frá sér á hættulegum stöðum og hleyptu Blikunum inn í þetta. Þeir vorum með hlaup upp í hornin sem við náðum ekki að loka nógu vel á þessum kafla. Þegar leið á seinni hálfleik þá náðum við að loka betur fyrir þetta." FH hefur misst nokkra varnarmenn í meiðsli á leiktíðinni og voru Guðmundur Sævarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Pétur Viðarsson og Freyr Bjarnason fyrir utan hópinn í dag en allir hafa þeir spilað mikið í vörn FH í sumar. "Það er ekkert launungarmál að vörnin er það sem þú vilt síst breyta. Engu að síður hafa þessir menn sem hafa komið inn staðið sig vel. Breiðablik er með gott fótboltalið eins og sást í kvöld." "Spilamennskan var frábær fyrsta hálftímann og batna aftur er leið á seinni hálfleikinn. Við tökum það með okkur úr þessum leik að þegar við spilum í fáum snertingum og látum boltann ganga þá erum við í góðum málum en ef við ætlum að vera með flóknar útfærslur úti á vellinum þá lendum við í vandræðum," sagði Heimir Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH-ingar unnu sinn tólfta sigur í sumar - með 13 stiga forskot FH-ingar náðu þrettán stiga forskoti í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í kvöld. Tryggvi Guðmundsson tryggði FH sigurinn með hægri fæti. 26. júlí 2009 19:00 Ólafur Kristjánsson: Lítil uppskera Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks neitaði því ekki að fallbarátta blasi við Blikum fari liðið ekki að safna stigum hið snarasta. 26. júlí 2009 22:28 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Umfjöllun: FH-ingar unnu sinn tólfta sigur í sumar - með 13 stiga forskot FH-ingar náðu þrettán stiga forskoti í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í kvöld. Tryggvi Guðmundsson tryggði FH sigurinn með hægri fæti. 26. júlí 2009 19:00
Ólafur Kristjánsson: Lítil uppskera Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks neitaði því ekki að fallbarátta blasi við Blikum fari liðið ekki að safna stigum hið snarasta. 26. júlí 2009 22:28