Umfjöllun: Eyjamenn með seiglusigur í Grafarvogi Sólmundur Hólm skrifar 28. maí 2009 18:15 Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV átti góðan leik í kvöld og skoraði eitt mark. Fyrir leikinn í kvöld voru Fjölnismenn í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig en gestir þeirra, ÍBV, í því tólfta og neðsta án stiga. Eyjamönnum hafði ekki enn tekist að skora í deildinni og því orðnir óþreyjufullir eftir marki og stigum. Eyjamenn byrjuðu af krafti og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum var bið þeirra eftir marki þetta árið á enda. Þá Úgandamaðurinn Tonny Mawejje sendingu inn fyrir vörn Fjölnismanna og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Eftir markið voru Eyjamenn atkvæðameiri en Fjölnismenn beittu þó skyndisóknum. Ein slík kostaði Eyjamenn leikmann. Tómas Leifsson komst þá inn fyrir vörn Eyjamanna á 17. mínútu en var felldur af Bjarna Rúnari Einarssyni sem fékk að líta rauða spjaldið að launum frá Garðari Erni Hinrikssyni. Fyrsta rauða spjaldið sem Garðar réttir á loft í sumar staðreynd. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu bæði lið en færin voru af skornum skammti. Þó voru fleiri færi Fjölnismegin en Albert stóð vaktina á milli stanga eyjamarksins af prýði. Eyjamenn fóru því með eitt mark í forskot inn í hálfleik. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti og átti Ásgeir Aron Ásgeirsson hörkuskot að marki en Albert varði glæsilega í horn. Það var því gegn gangi leiksins þegar Ajay Leitch Smith fékk sendingu frá Pétri Runólfssyni og var einn gegn tveimur varnarmönnum Fjölnis. Ajay hreinlega lék sér að Fjölnismönnum og skoraði með góðu skoti framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Það tók Fjölnismenn ekki langan tíma að svara fyrir sig því á 57. mínútu átti Guðmundur Karl Guðmundsson skot að marki. Skotið hafði viðkomu í Andrew Mwesigwa, boltinn breytti um stefnu og endaði niðri í hægra markhorninu. Staðan því orðin 1-2. Fjölnismenn eilítið meira með boltann en sóknaraðgerðir þeirra voru bitlausar og ekkert hættulegt færi leit dagsins ljós. Vestmannaeyingar voru hinsvegar hættulegir í skyndisóknum og voru fastir fyrir í vörninni. Á 66. mínútu átti Matt Garner fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á fyrirliða ÍBV, Andra Ólafsson sem stangaði boltann í markið. Staðan orðin 3-1. Eftir þriðja mark Eyjamanna var mestur vindur farinn úr Fjölnismönnum sem náðu ekki skapa sér nein hættuleg færi það sem eftir lifði leiks. Töluverður barningur var þó milli manna og lyfti Garðar Örn Hinriksson oft gulu spjaldi á loft. Á 89. mínútu lentu þeir Gunnar Valur Gunnarsson og Tonny Mawejje í stympingum eftir að sá síðarnefndi hafði sparkað boltanum í burtu eftir að Garðar Örn hafði flautað. Báðir fengu þeir að líta gula spjaldið. Tonny virtist ekki parhrifin af Garðari Erni og lét hann heyra það. Hann hefur þó ekki gert sér grein fyrir því að Garðar Örn Hinriksson er lítið fyrir að láta rífa kjaft við sig og kom það því flatt á hann þegar Garðar sýndi honum annað gult spjald og þar með rautt. Eyjamenn voru því tveimur færri síðustu mínúturnar en það kom ekki að sök þar sem Fjölnismenn voru heillum horfnir í sínum sóknaraðgerðum. Niðurstaðan því verðskuldaður 1-3 sigur ÍBV staðreynd. Fjölnir - ÍBV 1-3 0-1 Tony Mawejje (5.mín) 0-2 Ajay Smith (53. mín) 1-2 Andrew Mwesigwa (Sjálfsm.) (57. mín) 1-3 Andri Ólafsson (66. mín) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 897 Dómari: Garðar Örn Hinriksson (4) Skot (á mark): 15-11 (5-6) Varin skot: Þórður 3 - Albert 5. Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-14 Rangstöður: 4-5Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Magnús Ingi Einarsson 3 Ragnar Heimir Gunnarsson 4 Vigfús Arnar Jósepsson 4 Aron Jóhannsson 5 (72 Andri Valur Ívarsson - ) Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 (72 Hermann Aðalgeirsson -) Gunnar Már Guðmundsson 5 Ágúst Þór Ágústsson 5 (83 Eyþór Atli Einarsson -) Guðmundur Karl Guðmundsson 5 Tómas Leifsson 5ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 7 Maður leiksins Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andrew Mwesigwa 6 Matt Garner 6 Bjarni Rúnar Einarsson 4 Andri Ólafsson 6 (85 Þórarinn Ingi Valdimarsson -) Yngvi Magnús Borgþórsson 6 Tony Mawejje 6 Ajay Leicht Smith 6 (75 Viðar Örn Kjartansson -) Gauti Þorvarðarson 5 (36 Christopher Clements 6)Leiknum var lýst beint á boltavakt vísis. Fjölnir - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Lélegt af okkar hálfu Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum daufur í dálkinn að loknum leik Fjölnis og ÍBV þar sem hans menn lutu lægra haldi á heimavelli, 1-3. 28. maí 2009 21:59 Heimir: Þetta eru blendnar tilfinningar Það var bjart yfir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna gegn Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Tilfinningarnar voru engu að síður blendnar þar sem tveir lykilmenn Eyjamanna fengu að líta rauða spjaldið í kvöld. 28. maí 2009 22:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld voru Fjölnismenn í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig en gestir þeirra, ÍBV, í því tólfta og neðsta án stiga. Eyjamönnum hafði ekki enn tekist að skora í deildinni og því orðnir óþreyjufullir eftir marki og stigum. Eyjamenn byrjuðu af krafti og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum var bið þeirra eftir marki þetta árið á enda. Þá Úgandamaðurinn Tonny Mawejje sendingu inn fyrir vörn Fjölnismanna og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Eftir markið voru Eyjamenn atkvæðameiri en Fjölnismenn beittu þó skyndisóknum. Ein slík kostaði Eyjamenn leikmann. Tómas Leifsson komst þá inn fyrir vörn Eyjamanna á 17. mínútu en var felldur af Bjarna Rúnari Einarssyni sem fékk að líta rauða spjaldið að launum frá Garðari Erni Hinrikssyni. Fyrsta rauða spjaldið sem Garðar réttir á loft í sumar staðreynd. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu bæði lið en færin voru af skornum skammti. Þó voru fleiri færi Fjölnismegin en Albert stóð vaktina á milli stanga eyjamarksins af prýði. Eyjamenn fóru því með eitt mark í forskot inn í hálfleik. Fjölnismenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti og átti Ásgeir Aron Ásgeirsson hörkuskot að marki en Albert varði glæsilega í horn. Það var því gegn gangi leiksins þegar Ajay Leitch Smith fékk sendingu frá Pétri Runólfssyni og var einn gegn tveimur varnarmönnum Fjölnis. Ajay hreinlega lék sér að Fjölnismönnum og skoraði með góðu skoti framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Það tók Fjölnismenn ekki langan tíma að svara fyrir sig því á 57. mínútu átti Guðmundur Karl Guðmundsson skot að marki. Skotið hafði viðkomu í Andrew Mwesigwa, boltinn breytti um stefnu og endaði niðri í hægra markhorninu. Staðan því orðin 1-2. Fjölnismenn eilítið meira með boltann en sóknaraðgerðir þeirra voru bitlausar og ekkert hættulegt færi leit dagsins ljós. Vestmannaeyingar voru hinsvegar hættulegir í skyndisóknum og voru fastir fyrir í vörninni. Á 66. mínútu átti Matt Garner fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á fyrirliða ÍBV, Andra Ólafsson sem stangaði boltann í markið. Staðan orðin 3-1. Eftir þriðja mark Eyjamanna var mestur vindur farinn úr Fjölnismönnum sem náðu ekki skapa sér nein hættuleg færi það sem eftir lifði leiks. Töluverður barningur var þó milli manna og lyfti Garðar Örn Hinriksson oft gulu spjaldi á loft. Á 89. mínútu lentu þeir Gunnar Valur Gunnarsson og Tonny Mawejje í stympingum eftir að sá síðarnefndi hafði sparkað boltanum í burtu eftir að Garðar Örn hafði flautað. Báðir fengu þeir að líta gula spjaldið. Tonny virtist ekki parhrifin af Garðari Erni og lét hann heyra það. Hann hefur þó ekki gert sér grein fyrir því að Garðar Örn Hinriksson er lítið fyrir að láta rífa kjaft við sig og kom það því flatt á hann þegar Garðar sýndi honum annað gult spjald og þar með rautt. Eyjamenn voru því tveimur færri síðustu mínúturnar en það kom ekki að sök þar sem Fjölnismenn voru heillum horfnir í sínum sóknaraðgerðum. Niðurstaðan því verðskuldaður 1-3 sigur ÍBV staðreynd. Fjölnir - ÍBV 1-3 0-1 Tony Mawejje (5.mín) 0-2 Ajay Smith (53. mín) 1-2 Andrew Mwesigwa (Sjálfsm.) (57. mín) 1-3 Andri Ólafsson (66. mín) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 897 Dómari: Garðar Örn Hinriksson (4) Skot (á mark): 15-11 (5-6) Varin skot: Þórður 3 - Albert 5. Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-14 Rangstöður: 4-5Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Magnús Ingi Einarsson 3 Ragnar Heimir Gunnarsson 4 Vigfús Arnar Jósepsson 4 Aron Jóhannsson 5 (72 Andri Valur Ívarsson - ) Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 (72 Hermann Aðalgeirsson -) Gunnar Már Guðmundsson 5 Ágúst Þór Ágústsson 5 (83 Eyþór Atli Einarsson -) Guðmundur Karl Guðmundsson 5 Tómas Leifsson 5ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 7 Maður leiksins Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andrew Mwesigwa 6 Matt Garner 6 Bjarni Rúnar Einarsson 4 Andri Ólafsson 6 (85 Þórarinn Ingi Valdimarsson -) Yngvi Magnús Borgþórsson 6 Tony Mawejje 6 Ajay Leicht Smith 6 (75 Viðar Örn Kjartansson -) Gauti Þorvarðarson 5 (36 Christopher Clements 6)Leiknum var lýst beint á boltavakt vísis. Fjölnir - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Lélegt af okkar hálfu Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum daufur í dálkinn að loknum leik Fjölnis og ÍBV þar sem hans menn lutu lægra haldi á heimavelli, 1-3. 28. maí 2009 21:59 Heimir: Þetta eru blendnar tilfinningar Það var bjart yfir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna gegn Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Tilfinningarnar voru engu að síður blendnar þar sem tveir lykilmenn Eyjamanna fengu að líta rauða spjaldið í kvöld. 28. maí 2009 22:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Ásmundur: Lélegt af okkar hálfu Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum daufur í dálkinn að loknum leik Fjölnis og ÍBV þar sem hans menn lutu lægra haldi á heimavelli, 1-3. 28. maí 2009 21:59
Heimir: Þetta eru blendnar tilfinningar Það var bjart yfir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna gegn Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Tilfinningarnar voru engu að síður blendnar þar sem tveir lykilmenn Eyjamanna fengu að líta rauða spjaldið í kvöld. 28. maí 2009 22:30