Enski boltinn

Jóhannes Karl meiddist í tapi gegn Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jói Kalli í baráttunni í leiknum í kvöld.
Jói Kalli í baráttunni í leiknum í kvöld.

Tottenham er komið hálfa leiðina í úrslitaleik deildabikarsins. Liðið vann 1. deildarliðið Burnley 4-1 í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Seinni leikurinn verður á heimavelli Burnley.

Jóhannes Karl Guðjónsson fór meiddur af velli eftir um hálftíma leik en hann var í byrjunarliði Burnley. Jóhannes virtist hafa tognað á læri.

Martin Paterson hafði þá komið Burnley yfir eftir 15 mínútur en liðið byrjaði leikinn mun betur. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því ansi óvænt í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Tottenham hinsvegar í fjórgang og ljóst að brekkan verður brött fyrir fyrir Burnley í seinni leiknum. Michael Dawson, Jamie O´Hara og Roman Pavluychenko skoruðu fyrir Tottenham og þá varð Michael Duff fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

Manchester United og Derby mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni en fyrri leikur liðanna verður annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×