Auðmenn í íslenskri þotu um allan heim 23. janúar 2009 04:00 Farþegar í lúxusþotu Icelandair eiga þess kost að setjast að dúkuðum borðum aftast í vélinni. Mynd/Loftleidir Icelandic „Þetta er draumur fyrir hverja manneskju," segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. Að sögn Auðar hefur Boeing 757-200 þota frá Icelandair verið leigð til bandarísku ferðarskrifstofunnar Abercrombie & Kent til að fara með lítinn hóp farþega í nokkrar lúxusferðir um heiminn á hverju ári. Fyrstu verkefnin voru á árinu 2006. Önnur ferðin af þremur að þessu sinni hófst í Los Angeles á miðvikudag og lýkur ekki fyrr en 13. febrúar. Þotan getur tekið yfir 200 farþega en skipt hefur verið um innréttingu fyrir þetta verkefni og komið fyrir 52 hægindastólum auk sextán sæta setustofu þar sem hægt er að vera með dúkuð borð fyrir málsverði. Matseðlar eru fjölbreyttir og komið er til móts við séróskir farþega um drykki. Auður segir farþegana vera vellauðuga enda kosti ferðin á bilinu 80 til 100 þúsund dollara fyrir manninn. Það svarar til 10-13 milljóna króna. „Þarna á meðal er fólk sem kemur á einkavélum inn á flugvellina til þess að fara í ferðirnar," útskýrir Auður og bætir við að sumir farþeganna hafi jafnvel farið fleiri en eina ferð. „Það verður farið til Chile, Ástralíu, Taílands, Indlands, Egyptalands og Spánar áður en ferðinni lýkur aftur í Ameríku í febrúar," segir Auður um heimsreisuna sem nú er nýhafin. Tveim dögum eftir að henni lýkur verður lagt í þriggja vikna Afríkuferð sem stendur fram í mars. Mikill og flókinn undirbúningur starfsmanna hér heima er að baki hverri ferð og Auður segir samstarfið við Abercrombie & Kent hafa gengið afar vel. „Þeir eru sérstaklega ánægðir með okkur og okkar áhafnir sem hafa staðið sig með einstakri prýði," segir hún. Allir í áhöfninni eru íslenskir. Auk tveggja flugstjóra, flugmanns og flugfreyja eru tveir kokkar um borð og einn flugvirki. Auður segir þessi störf afar eftirsótt. „Það er mikil upplifun að fara í svona langar ferðir saman og það myndast einstök samheldni hjá áhöfnunum." Eftir að ferðinni til Afríku lýkur tekur við hlé fram á haust þegar ný ævintýri taka við. gar@frettabladid.is Þægileg sæti Vel fer um mannskapinn í rúmgóðum hægindastólum. Mynd/Loftleidir Icelandic Auður Pálmadóttir Icelandair Þota í nýjum búningi í Los Angeles í gær. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Þetta er draumur fyrir hverja manneskju," segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. Að sögn Auðar hefur Boeing 757-200 þota frá Icelandair verið leigð til bandarísku ferðarskrifstofunnar Abercrombie & Kent til að fara með lítinn hóp farþega í nokkrar lúxusferðir um heiminn á hverju ári. Fyrstu verkefnin voru á árinu 2006. Önnur ferðin af þremur að þessu sinni hófst í Los Angeles á miðvikudag og lýkur ekki fyrr en 13. febrúar. Þotan getur tekið yfir 200 farþega en skipt hefur verið um innréttingu fyrir þetta verkefni og komið fyrir 52 hægindastólum auk sextán sæta setustofu þar sem hægt er að vera með dúkuð borð fyrir málsverði. Matseðlar eru fjölbreyttir og komið er til móts við séróskir farþega um drykki. Auður segir farþegana vera vellauðuga enda kosti ferðin á bilinu 80 til 100 þúsund dollara fyrir manninn. Það svarar til 10-13 milljóna króna. „Þarna á meðal er fólk sem kemur á einkavélum inn á flugvellina til þess að fara í ferðirnar," útskýrir Auður og bætir við að sumir farþeganna hafi jafnvel farið fleiri en eina ferð. „Það verður farið til Chile, Ástralíu, Taílands, Indlands, Egyptalands og Spánar áður en ferðinni lýkur aftur í Ameríku í febrúar," segir Auður um heimsreisuna sem nú er nýhafin. Tveim dögum eftir að henni lýkur verður lagt í þriggja vikna Afríkuferð sem stendur fram í mars. Mikill og flókinn undirbúningur starfsmanna hér heima er að baki hverri ferð og Auður segir samstarfið við Abercrombie & Kent hafa gengið afar vel. „Þeir eru sérstaklega ánægðir með okkur og okkar áhafnir sem hafa staðið sig með einstakri prýði," segir hún. Allir í áhöfninni eru íslenskir. Auk tveggja flugstjóra, flugmanns og flugfreyja eru tveir kokkar um borð og einn flugvirki. Auður segir þessi störf afar eftirsótt. „Það er mikil upplifun að fara í svona langar ferðir saman og það myndast einstök samheldni hjá áhöfnunum." Eftir að ferðinni til Afríku lýkur tekur við hlé fram á haust þegar ný ævintýri taka við. gar@frettabladid.is Þægileg sæti Vel fer um mannskapinn í rúmgóðum hægindastólum. Mynd/Loftleidir Icelandic Auður Pálmadóttir Icelandair Þota í nýjum búningi í Los Angeles í gær.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira