Enski boltinn

Zola: Við þurfum ekki að selja leikmenn

NordicPhotos/GettyImages

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist bjartsýnn á að ná að halda bestu leikmönnum liðsins í janúarglugganum þrátt fyrir kreppan hafi komið illa við eigendur félagsins.

West Ham hefur selt Matthew Etherington til Stoke og lánað Lee Bowyer til Birmingham, en Zola á ekki von á að sjá eftir fleiri leikmönnum.

"Ég hef mikla trú á því að halda leikmönnum okkar því þetta félag er staðráðið í að bæta sig. Það er ekki rétt að við ætlum að selja leikmenn. Liðið á skilið að vera í betri stöðu í deildinni," sagði Zola.

"Það er ekki auðvelt fyrir knattspyrnumenn að standa sig með svona slúður hangandi yfir sér en ég er ekki frá því að leikmennirnir hafi bætt sig að undanförnu þrátt fyrir það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×