Fótbolti

Bikarsigrar hjá Haraldi og Arnari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Freyr í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Haraldur Freyr í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn er lið hans, Apollon Limassol, vann 2-1 sigur á Enosi í kýpversku bikarkeppninni í gær.

Þetta var fyrri leikur liðanna í fjórðungsúrslitum keppninnar og er því Apollon í góðri stöðu fyrir síðari viðureignina.

Þá vann Cercle Brügge sigur á KV Mechelen í undanúrslitum belgísku bikarkeppninnar, 2-1. Þetta var einnig fyrri leikur liðanna en síðari leikirnir fara fram í lok apríl.

Í hinum undanúrslitaleiknum gerðu Genk og Lierse 2-2 jafntefli. Arnar Þór Viðarsson kom ekkert við sögu í sigri Cercle Brügge í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×