Enski boltinn

Hiddink neitar að gefast upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink er baráttujaxl.
Guus Hiddink er baráttujaxl. Nordic Photos/Getty Images

Hollendingurinn Guus Hiddink neitaði að játa sig sigraðan í titilbaráttunni eftir ævintýralegan sigur Chelsea á Wigan í dag.

Frank Lampard skoraði sigurmarkið undir lokin með skalla.

„Ég er samt raunsær og við verðum að vinna okkar leiki til þess að eiga von um að ná United. Vonandi verða næstu sigurleikir aðeins auðsóttari en þessi," sagði Hiddink og glotti í kampinn.

Chelsea er sjö stigum á eftir Man. Utd og United á þess utan leik til góða á Chelsea.

„Man. Utd er augljóslega í bílstjórasætinu en á meðan við eigum tölfræðilega möguleika þá munum við berjast. Það sýndi liðið í dag sem og gegn Aston Villa. Strákarnir sýna mikinn baráttuanda og við höldum ótrauðir áfram," sagði Hiddink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×