Erlent

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Ísrael

Tzipi Livni, formaður Kadimaflokksins og fráfarandi utanríkisráðherra.
Tzipi Livni, formaður Kadimaflokksins og fráfarandi utanríkisráðherra.
Stjórnmálaskýrendur segja stjórnarkreppu yfirvofandi í Ísrael eftir þingkosningarnar í gær. Talið er líklegt að stjórnarmyndunarviðræður muni ganga afar illa. Kadimaflokkurinn og Likudbandalagið fengu svipað fylgi og þingmannafjölda. Leiðtogar flokkanna hafa báðir farið fram á fá umboð til stjórnarmyndunar.

Tzipi Livni, formaður Kadimaflokksins og fráfarandi utanríkisráðherra, hefur boðið Likudbandalaginu til viðræðna um myndun nýrrar stjórnar undir sinni forystu. Benjamin Netanyahu, formaður Likudbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur gefið út að hann vilji hægristjórn.

Bæði tvö hafa ólíka sýn á framtíðina. Netanyahu boðar harðlínustefnu gegn Palestínumönnum og frekara landnám á Vesturbakkanum. Livni segir hinsvegar að eina vonin um frið sé að leggja niður allar landnemabyggðir þar. Það hyggst hún gera með góðu eða illu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×