Innlent

Segir arðgreiðslur HB Granda siðlausar

Heimir Már Pétursson skrifar

Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar.

Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu um það í lok febrúar að fresta 13,500 króna launahækkun almenns launafólks sem taka átti gildi um síðustu mánaðamót fram á sumar, þótt enn liggi ekki fyrir hvenær þær hækkanir koma. Þetta var gert til að koma til móts við atvinnulífið í fjármálakreppunni. Fimm verkalýðsfélög á landsbyggðinni lögðust gegn þessu samkomulagi og töldu mörg fyrirtæki hafa svigrúm til að hækka launin.

Aðalsteinn Baldursson er sviðsstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambandsins en fiskverkafólk tilheyrir því. Hann er jafnframt formaður Framsýnar á Húsavík sem var eitt fimm verkalýðsfélaga sem lagðist gegn því að fresta launahækkununum. Hann segir að það hafi verið mistök hjá Alþýðusambandsforystunni að fallast á frestunina.

Aðalsteinn segir dæmið um HB Granda sýna að forystumenn félaganna fimm hafi haft rétt fyrir sér.Hann segir að Grandi eigi að sjá sóma sinn í að hætta við arðgreiðslunna og láta hana renna til starfsmanna í formi launahækkunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×