Segir arðgreiðslur HB Granda siðlausar Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2009 18:45 Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu um það í lok febrúar að fresta 13,500 króna launahækkun almenns launafólks sem taka átti gildi um síðustu mánaðamót fram á sumar, þótt enn liggi ekki fyrir hvenær þær hækkanir koma. Þetta var gert til að koma til móts við atvinnulífið í fjármálakreppunni. Fimm verkalýðsfélög á landsbyggðinni lögðust gegn þessu samkomulagi og töldu mörg fyrirtæki hafa svigrúm til að hækka launin. Aðalsteinn Baldursson er sviðsstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambandsins en fiskverkafólk tilheyrir því. Hann er jafnframt formaður Framsýnar á Húsavík sem var eitt fimm verkalýðsfélaga sem lagðist gegn því að fresta launahækkununum. Hann segir að það hafi verið mistök hjá Alþýðusambandsforystunni að fallast á frestunina. Aðalsteinn segir dæmið um HB Granda sýna að forystumenn félaganna fimm hafi haft rétt fyrir sér.Hann segir að Grandi eigi að sjá sóma sinn í að hætta við arðgreiðslunna og láta hana renna til starfsmanna í formi launahækkunar. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu um það í lok febrúar að fresta 13,500 króna launahækkun almenns launafólks sem taka átti gildi um síðustu mánaðamót fram á sumar, þótt enn liggi ekki fyrir hvenær þær hækkanir koma. Þetta var gert til að koma til móts við atvinnulífið í fjármálakreppunni. Fimm verkalýðsfélög á landsbyggðinni lögðust gegn þessu samkomulagi og töldu mörg fyrirtæki hafa svigrúm til að hækka launin. Aðalsteinn Baldursson er sviðsstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambandsins en fiskverkafólk tilheyrir því. Hann er jafnframt formaður Framsýnar á Húsavík sem var eitt fimm verkalýðsfélaga sem lagðist gegn því að fresta launahækkununum. Hann segir að það hafi verið mistök hjá Alþýðusambandsforystunni að fallast á frestunina. Aðalsteinn segir dæmið um HB Granda sýna að forystumenn félaganna fimm hafi haft rétt fyrir sér.Hann segir að Grandi eigi að sjá sóma sinn í að hætta við arðgreiðslunna og láta hana renna til starfsmanna í formi launahækkunar.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira