Innlent

Borgar tíund til kaupa á orgeli

Á Hólmavík Sóknarnefndin safnar fyrir nýju orgeli.
Á Hólmavík Sóknarnefndin safnar fyrir nýju orgeli.

Halda á sérstaka orgelviku í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar frá og með næsta mánudegi að því er segir á fréttavefnum strandir.is.

„Sóknarnefnd Hólmavíkurkirkju leitar nú leiða til að fjármagna kaup á nýju orgeli og hefur fengið tilboð í nýtt orgel af gerðinni Ahlborn V, sem er rafmagnsorgel framleitt í Þýskalandi,“ segir á strandir.is.

Kaupfélagið mun ætla að láta tíu prósent af vörusölu í aðalverslun félagsins á Hólmavík dagana 9. til 13. nóvember renna í orgelsjóðinn. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×