Innlent

Rafmagnsstrengur grafinn í sundur

flugumferðarsrtjórn Varaaflsstöð virkaði vel þegar grafa tók rafmagnsstreng í sundur í gær.fréttablaðið/heiða
flugumferðarsrtjórn Varaaflsstöð virkaði vel þegar grafa tók rafmagnsstreng í sundur í gær.fréttablaðið/heiða

Flugstoðir þurftu að grípa til varaaflstöðvar til að knýja starfsemi sína um hádegið í gær. Grafa, sem var við störf á framkvæmdasvæði í Vatnsmýrinni, gróf rafmagnsstreng í sundur með fyrrgreindum afleiðingum.

Aldrei var hætta á að starfsemin riðlaðist því vara­aflstöð fór strax í gang. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að starfsemin sé vel tryggð. Bregðist varaaflsstöðin einnig taki flugumferðar­stjórar annars staðar við. Það virki á báða vegu, því Flugstoðir hafi þurft að taka yfir stjórn í Bretlandi vegna bilunar þar. Rafmagnsleysið í gær varði í hálfa klukkustund.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×