Lífið

Morðingi Harry Potter leikara dæmdur

Rob Knox var í hlutverki Marcus Belby í sjöttu myndinni um Harry Potter.
Rob Knox var í hlutverki Marcus Belby í sjöttu myndinni um Harry Potter.

Rob Knox sem lék í sjöttu myndinni um Harry Potter var myrtur fyrir utan bar í London í maí síðastliðnum, 18 ára að aldri. Var það hinn 22 ára Karl Bishop sem réðst að unga leikaranum ásamt vinum hans með tveimur hnífum. Var Rob stunginn fimm sinnum og lést á spítala sama kvöld. Vitni sögðu að andlit Karls Bishop hafi verið afmyndað af heift þegar hann réðst á piltana.

Hefur Karl Bishop verið dæmdur fyrir morðið og verður refsingin gerð kunn í dag.

Hnífaárásir eru mikið í stjórnmálaumræðunni í Bretlandi núna vegna vaxandi fjölda árása og morða á ungu fólki í stærri borgum landsins. Þá hefur Gordon Brown forsætisráðherra hvatt til þess að viðurlög við hnífaburði verði hert til að sporna við þessari þróun.

Rob Knox var í hlutverki Marcus Belby í myndinni um Harry Potter og Blendingsprinsinn sem kemur út í sumar, og átti hann einnig að koma fram í sjöundu myndinni, Harry Potter og Dauðadjásnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.