Enski boltinn

Kaka hafnaði Manchester City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kaka verður áfram hjá AC Milan.
Kaka verður áfram hjá AC Milan.

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaka hefur hafnað því að fara til Manchester City. Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, tilkynnti þetta á ítalskri sjónvarpsstöð nú í kvöld.

City ætlaði að gera Kaka að dýrasta leikmanni sögunnar með því að kaupa hann á yfir 100 milljónir punda. Kaka er í guðatölu hjá stuðningsmönnum AC Milan sem hafa mikið látið í sér heyra síðustu daga.

Kaka hefur áður sagt að hann vilji vera áfram hjá AC Milan og ljóst að seðlarnir í Manchester hafa ekki náð að heilla hann. Hann fundaði með forráðamönnum AC Milan í dag og bað um að öllum viðræðum við City væri slitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×