Enski boltinn

Pennant á óskalista Hull

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hull City hefur blandað sér í baráttuna um Jermaine Pennant, kantmann Liverpool. Pennant var orðaður við Real Madrid í desember.

„Ef það er hægt að fá Pennant á ásættanlegu verði þá er ég áhugasamur. Við munum kanna möguleikann," sagði Brown sem segist hafa fleiri járn í eldinum.

Pennant hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili og vill Rafael Benítez selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×