Erlent

Rúmlega hundrað létust eftir sprengingu í eldsneytisbíl

Að minnsta kosti 111 manns létust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í loft upp í Keníu í morgun. 200 til viðbótar særðust í eina af mannskæðasta slysi í sögu landsins.

Tildrög slyssins eru þau að eldsneytisflutningabifreið valt í bænum Molo í nótt. Mörg hundruð manns flyktust að bílnum og hófu að hamstra bensín sem lak út úr tanki bifreiðarinnar. Neisti, líklega af völdum sígarettu, komst hins vegar að bensíninu með þeim afleiðingum að sprenging varð sem fannst í margra kílómetra fjarlægð.

Afleiðingarnar voru hörmulegar. Vitni segjast hafa séð fólk, fullorðna og börn hlaupandi af vettvangi alelda. Sjúkrahús í nágrenninu eru nú yfirfull af fólki með alvarleg brunasár.

Rauði Krossinn í Keníu segir að 111 hafi látist en búist er við því að sú tala eigi eftir að hækka enda margir alvarlega slasaðir.

Sprengingar af þessu tagi eru algegngar í Nígeríu þar sem fólk reynir oft að tappa af eldsneyrisleiðslum sem liggja um landið. Um 200 manns fórust árið 2006 þegar sprening varð við slíkar aðstæður.

Raila Odinga forsætisrárra í Kenía ávarpaði þjóðina í dag en yfirvöld hafa nýlega verið gagnrýnd fyrir skort á öryggisreglugerð í tengslum við eldsneytisflutninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×