Umfjöllun: Seiglusigur Keflavíkur Smári Jökull Jónsson skrifar 23. maí 2009 14:00 Jóhann Birnir Guðmundsson tryggði Keflavík sigurinn í dag. Mynd/Anton Keflvíkingar kræktu í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í Pepsi-deild karla þegar þeir unnu baráttusigur á Fram á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar eru því komnir með 9 stig í deildinni en Framarar hafa fjögur stig og hafa einungis skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum. Heimamenn voru líklega ennþá með blóðbragð í munni eftir viðureign þessara sömu liða í síðustu umferð Íslandsmótsins í fyrra, einmitt í Keflavík. Þá fóru Framarar með sigur af hólmi og það kostaði heimamenn Íslandsmeistaratitilinn sem fór í hendur FH-inga. Það mátti því gera ráð fyrir baráttuglöðum heimamönnum í hefndarhug. Fyrri hálfleikur var með rólegra móti, þó svo að Keflvíkingar hafi verið sterkari aðilinn. Framarar hafa verið þekktir fyrir sterkan varnarleik og hættulegar skyndisóknir og greinilegt var að þeir ætluðu ekkert að breyta þeirri leikaðferð sinni. Keflvíkingar sakna greinilega fyrirliða síns, Hólmars Arnar Rúnarssonar, því á köflum vantaði ferskleika í sóknarleik þeirra og Framarar voru oft ekki í miklum vandræðum að ráða við tilraunir heimamanna. Hættulegasta færi leiksins átti þó Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson þegar hann var í góðri stöðu rétt utan við markteig Framara en skot hans fór vel yfir markið. Heimamenn mættu af auknum krafti í upphafi síðari hálfleiks og á 52.mínútu skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson eina mark leiksins með skoti úr aukaspyrnu. Líklega var þó um sendingu að ræða en boltinn fór framhjá öllum sem í teignum voru og endaði í markinu. Eftir markið sóttu Framarar í sig veðrið og færðu sig framar á völlinn. Keflvíkingar bökkuðu að sama skapi, staðráðnir í að halda fengnum hlut. Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og hefðu allt eins getað jafnað leikinn. En allt kom fyrir ekki og þó svo að Keflvíkingar hafi spilað einum færri síðustu mínúturnar, eftir að Jón Gunnar Eysteinsson hafði fengið sitt annað gula spjald, náðu þeir að halda markinu hreinu og innbyrða þrjú mikilvæg stig.Keflavík - Fram 1-01-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (52.mín)Rautt spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (85.mín) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 878 Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 10-10 (5-5)Varin skot: Lasse 4 - Hannes 3Horn: 3 - 5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 9Rangstöður: 1 - 4Keflavík (4-4-2) Lasse Jörgensen 7 - Maður leiksinsGuðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Símun Samuelsen 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (77 Einar Orri Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (52 Magnús Þórir Matthíasson 5) Hörður Sveinsson 6Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 4 Jón Orri Ólafsson 5 (61 Ívar Björnsson 6) Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 6 Samuel Tillen 6 Heiðar Geir Júlíusson 5 (88 Alexander Veigar Þórarinsson -) Almarr Ormarsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Paul McShane 6 Josep Tillen 5 Hjálmar Þórarinsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Þetta er allt sama sullið Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var vitaskuld ekki ánægður með niðurstöðu leiksins í Keflavík í dag enda Framarar nærri því að ná í stig í Bítlabænum. 23. maí 2009 17:39 Jóhann: Tökum einn leik í einu Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sigurmark Keflavíkur í leiknum gegn Fram í dag og hann var að vonum kátur með úrslitin. 23. maí 2009 17:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Keflvíkingar kræktu í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í Pepsi-deild karla þegar þeir unnu baráttusigur á Fram á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar eru því komnir með 9 stig í deildinni en Framarar hafa fjögur stig og hafa einungis skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum. Heimamenn voru líklega ennþá með blóðbragð í munni eftir viðureign þessara sömu liða í síðustu umferð Íslandsmótsins í fyrra, einmitt í Keflavík. Þá fóru Framarar með sigur af hólmi og það kostaði heimamenn Íslandsmeistaratitilinn sem fór í hendur FH-inga. Það mátti því gera ráð fyrir baráttuglöðum heimamönnum í hefndarhug. Fyrri hálfleikur var með rólegra móti, þó svo að Keflvíkingar hafi verið sterkari aðilinn. Framarar hafa verið þekktir fyrir sterkan varnarleik og hættulegar skyndisóknir og greinilegt var að þeir ætluðu ekkert að breyta þeirri leikaðferð sinni. Keflvíkingar sakna greinilega fyrirliða síns, Hólmars Arnar Rúnarssonar, því á köflum vantaði ferskleika í sóknarleik þeirra og Framarar voru oft ekki í miklum vandræðum að ráða við tilraunir heimamanna. Hættulegasta færi leiksins átti þó Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson þegar hann var í góðri stöðu rétt utan við markteig Framara en skot hans fór vel yfir markið. Heimamenn mættu af auknum krafti í upphafi síðari hálfleiks og á 52.mínútu skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson eina mark leiksins með skoti úr aukaspyrnu. Líklega var þó um sendingu að ræða en boltinn fór framhjá öllum sem í teignum voru og endaði í markinu. Eftir markið sóttu Framarar í sig veðrið og færðu sig framar á völlinn. Keflvíkingar bökkuðu að sama skapi, staðráðnir í að halda fengnum hlut. Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og hefðu allt eins getað jafnað leikinn. En allt kom fyrir ekki og þó svo að Keflvíkingar hafi spilað einum færri síðustu mínúturnar, eftir að Jón Gunnar Eysteinsson hafði fengið sitt annað gula spjald, náðu þeir að halda markinu hreinu og innbyrða þrjú mikilvæg stig.Keflavík - Fram 1-01-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (52.mín)Rautt spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (85.mín) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 878 Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 10-10 (5-5)Varin skot: Lasse 4 - Hannes 3Horn: 3 - 5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 9Rangstöður: 1 - 4Keflavík (4-4-2) Lasse Jörgensen 7 - Maður leiksinsGuðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Símun Samuelsen 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (77 Einar Orri Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (52 Magnús Þórir Matthíasson 5) Hörður Sveinsson 6Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 4 Jón Orri Ólafsson 5 (61 Ívar Björnsson 6) Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 6 Samuel Tillen 6 Heiðar Geir Júlíusson 5 (88 Alexander Veigar Þórarinsson -) Almarr Ormarsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Paul McShane 6 Josep Tillen 5 Hjálmar Þórarinsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Þetta er allt sama sullið Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var vitaskuld ekki ánægður með niðurstöðu leiksins í Keflavík í dag enda Framarar nærri því að ná í stig í Bítlabænum. 23. maí 2009 17:39 Jóhann: Tökum einn leik í einu Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sigurmark Keflavíkur í leiknum gegn Fram í dag og hann var að vonum kátur með úrslitin. 23. maí 2009 17:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Þorvaldur: Þetta er allt sama sullið Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var vitaskuld ekki ánægður með niðurstöðu leiksins í Keflavík í dag enda Framarar nærri því að ná í stig í Bítlabænum. 23. maí 2009 17:39
Jóhann: Tökum einn leik í einu Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sigurmark Keflavíkur í leiknum gegn Fram í dag og hann var að vonum kátur með úrslitin. 23. maí 2009 17:15