Enski boltinn

Nýr samningur á borðinu fyrir Eboue

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur staðfest að félagið sé með nýjan samning á borðinu handa Emmanuel Eboue.

Fílstrendingurinn Eboue hefur átt upp og niður leiktíð hjá Arsenal. Fyrir skömmu síðan var baulað á hann eftir slaka frammistöðu með Arsenal á Emirates, en hann hefur nú unnið sig aftur inn í hjörtu stuðningsmanna liðsins og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri liðsins á Blackburn um helgina.

"Ég er mjög ánægður að sjá að Eboue er farinn að skora, því á tímabili hélt ég að hann gæti bara ekki skorað mörk. Þetta sýnir hvað sálfræðiþátturinn er mikilvægur," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×