Íslenski boltinn

Yngvi Borgþórs: Áttum að nýta færin í byrjun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yngvi Borgþórsson. Mynd/Lopez
Yngvi Borgþórsson. Mynd/Lopez

Eyjamenn fóru tómhentir heim úr Kaplakrika í dag þar sem þeir steinlágu fyrir Íslandsmeisturum FH. Hafnarfjarðarliðið var mun sterkara og vann a endanum 5-0 sigur.

„Við fengum tvö til þrjú mjög góð færi til að komast yfir. Við áttum bara að nýta okkur það. Svo fengum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og þá var þetta orðið erfitt," sagði Yngvi Borgþórsson, fyrirliði ÍBV.

„Við vorum að keppa á móti toppliði og vorum bara á eftir þeim næstum allan tímann. Fram að fyrsta markinu vorum við fínir en svona er þetta. Þegar leikið er gegn besta liði landsins á þeirra heimavelli getur þetta orðið erfitt."

„Við gáfum okkur alla í þetta í fyrri hálfleik en gáfum eftir í seinni hálfleik. Svona getur þetta orðið," sagði Yngvi en næsti leikur Eyjamanna er gegn Fylki. „Það er klárt mál að við ætlum okkur að vinna þann leik. Það kemur ekki annað til greina en að vinna sigur í okkar síðasta heimaleik í sumar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: FH alltof stór biti fyrir ÍBV

FH-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Eyjamenn að velli í Pepsi-deildinni í dag. FH vann öruggan 5-0 sigur þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×