Enski boltinn

Bendtner með buxurnar á hælunum (myndir)

Nordic Photos/Getty Images

Danski landsliðsmaðurinn Nicklas Bendtner hjá Arsenal drekkti sorgum sínum full hressilega eftir tapið gegn Manchester United í gær.

Breska súðurpressan náði myndum af Dananum í annarlegu ástandi með buxurnar á hælunum klukkan fjögur í morgun þar sem hann var dreginn út af skemmtistað og færður inn í bíl.

Arsene Wenger kallaði leikinn í gær mestu vonbrigði sem hann hefði orðið fyrir á ferlinum og það hefur væntanlega ekki linað þjáningar hans að skoða myndirnar af leikmanni sínum haus- og buxnalausum í blöðunum.

Smelltu hér til að sjá myndir af Bendtner með buxurnar á hælunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×