Enski boltinn

Ferguson svartsýnn fyrir hönd Fletcher

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Fletcher fær að líta rauða spjaldið.
Darren Fletcher fær að líta rauða spjaldið. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson er ekki vongóður um að rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verði dregið til baka.

Fletcher var dæmdur brotlegur í leik Manchester United og Arsenal í vikunni en fyrrnefnda liðið vann leikinn og komst í úrslitin. Sú ákvörðun að gefa Fletcher rauða spjaldið þótti nokkuð strangur dómur.

„Ég er alls ekki bjartsýnn á þetta," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla eftir að United sendi Knattspyrnusambandi Evrópu formlega kvörtun vegna spjaldsins. „Við urðum að gera það fyrir Darren og það er aldrei að vita hvað gerist. Ég á ekki von á því að spjaldið verði dregið til baka. Dómarinn tók heiðarlega ákvörðun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×