Fótbolti

Sænski boltinn: Elfsborg vann Íslendingaslaginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg gefa ekkert eftir í toppbaráttunni í Svíþjóð. Liðið er jafnt Helsingborg að stigum á toppnum en með lakari markatölu.

IFK Göteborg er í þriðja sæti en IFK tapaði einmitt fyrir Elfsborg, 2-0, í kvöld. Helgi Valur lék allan leikinn fyrir Elfsborg og þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson gerðu slíkt hið sama hjá IFK.

Guðmundur Reynir Gunnarsson var í byrjunarliði GAIS í kvöld sem tapaði 2-1 fyrir Djurgarden. Guðmundur Reynir fór af velli á 85. mínútu.

Eyjólfur Héðinsson spilaði síðustu 22 mínúturnar fyrir GAIS. Guðjón Baldvinsson og Hallgrímur Jónasson voru ekki í leikmannahópi GAIS.

GAIS er í ellefta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×