Enski boltinn

Hermann ítrekar að hann vilji yfirgefa Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann í baráttunni.
Hermann í baráttunni.

Hermann Hreiðarsson hefur ítrekað að hann stefni að því að skipta um lið nú í janúar. Hermann hefur lítið fengið að spila hjá Portsmouth það sem af er tímabili.

Hermann sagði í samtali við Portsmouth News að markmið sitt væri enn að finna sér nýtt lið í janúar. Hann segist hafa verið í sambandi við önnur félög og reiknar með því að verða kominn í nýjan búning í enda mánaðarins.

„Það er ekki hægt að bóka neitt en vonandi munu málin skýrast betur á næstu dögum," sagði Hermann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×