Innlent

Undirskrifasöfnun hafin gegn Icesave

InDefence-hópurinn hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem forseta Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er hvattur til þess að synja lögum staðfestingar varðandi Icesave verði þau samþykkt á Alþingi. Undirskriftasöfnunin hófst í kvöld.

Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum segir að undirskriftasöfnunin sé sett fram vegna þeirrar sérstöku stöðu sem upp er komin vegna yfirlýsingar forseta Íslands um sérstaka áritaða tilvísun til fyrirvara Alþingis við staðfestingu laga nr. 96/2009 um ríkisábyrgð vegna Icesave, þann 2. september s.l..

Hægt er að fara á heimasíðu hópsins, indefence.is, og skrifa undir mótmælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×