Innlent

Gunnar Þ. Andersen nýr forstjóri FME

Gunnar Þ. Andersen.
Gunnar Þ. Andersen. MYND/Pétur Geir Kristjánsson

Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Starfsfólki stofnunarinnar var kynnt þessi ákvörðun viðskiptaráðherra fyrir stundu. Gunnar hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2006, fyrst sem forstöðumaður eftirlits en nú síðast sem framkvæmdastjóri Þróunar- og greiningarsviðs og staðgengill forstjóra.

„Gunnar starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1991 til 2003, síðast sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs," segir í tilkynningu frá FME. Þar áður vann hann meðal annars sem stjórnandi hjá Helly-Hansen a/s í Noregi og Pepsi-Cola Company í Bandaríkjunum og sem fjárfestingarfulltrúi í fjárreiðudeild Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann hafði umsjón með fjárfestingum lífeyrissjóðs Sameinuðu þjóðanna.

Gunnar er með MBA gráðu frá University of Minnesota og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Nítján sóttu um stöðuna en þau voru:

Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur

Arnbjörn Ingimundarson, framkvæmdastjóri

Árni Thoroddsen, kerfisfræðingur

Bolli Héðinsson, MBA

Guðmundur Ásgeirsson, vefforritari

Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri

Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota

Ingólfur Guðmundsson, útibússtjóri

Jóhann Gunnar Ásgrímsson, viðskiptafræðingur

Jóhann Halldór Albertsson, lögmaður

Magnús Ægir Magnússon, MBA

Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur

Tamara Lísa Roesel, verkfræðingur

Sigrún Helgadóttir, MBA

Sigurður Guðjónsson, lögmaður

Vilhelm R. Sigurjónsson, viðskiptafræðingur

Vilhjálmur Bjarnason, lektor

Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræðingur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×