Enski boltinn

Guðjón talar umbúðalaust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Luke Murphy, leikmaður Crewe, er ánægður með að Guðjón Þórðarson er tekinn við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Murphy er nítján ára leikmaður sem ólst upp hjá Crewe og hefur spilað fimm leiki með aðalliðinu til þessa.

„Ég var við það að komast í liðið þegar Steve Holland var með liðið og svo gaf Dario Gradi mér tækifæri. Vonandi að Guðjón hafi séð að ég get staðið mig með liðinu og heldur áfram að velja mig," sagði Murphy.

Guðjón stýrði sínum fyrsta leik með Crewe er liðið gerði 2-2 jafntefli við Millwall á laugardaginn.

„Hann er mjög góður í búningsklefanum og hann er greinilega góður í að hvetja leikmenn áfram. Hann segir hlutina eins og þeir eru - umbúðalaust. Mér líkar vel við hann," sagði Murphy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×