Enski boltinn

Xabi Alonso meiddur - Torres og Mascherano klárir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xabi Alonso var borinn útaf í síðasta leik.
Xabi Alonso var borinn útaf í síðasta leik. Mynd/AFP

Xabi Alonso er ekki enn búinn að ná sér eftir ruddalega tæklingu Joey Barton um síðustu helgi og verður ekki með Liverpool á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Xabi Alonso var borinn útaf vellinum eftir brotið en Joey Barton fékk að líta rauða spjaldið.

Liverpool fengu þó líka góðar fréttir af sínum mönnum því þeir Fernando Torres og Javier Mascherano eru báðir búnir að ná sér og verða með á móti West Ham.

Liverpool verður að vinna sinn leik og vonast til að Manchester United tapi stigum á móti nágrönnum sínum í City en Manchester-slagurinn er á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×