Enski boltinn

Chelsea á enn eftir að vinna hina risana í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie skoraði bæði mörkin þegar Arsenal vann Chelsea 2-1 í fyrri leiknum.
Robin Van Persie skoraði bæði mörkin þegar Arsenal vann Chelsea 2-1 í fyrri leiknum. Mynd/AFP

Chelsea mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en þetta er síðasti möguleiki Chelsea-liðsins að vinna deildarleik á móti hinum risunum á þessu tímabili. Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig út úr fimm leikjum á móti Arsenal, Liverpool og Manchester United á þessu tímabili.

Chelsea náði í 1-1 jafntefli í fyrsta leiknum en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð þar af tveimur þeim síðustu með markatölunni 0-5.

Nái Chelsea ekki að vinna Arsenal á sunnudaginn verður það slakasti árangur risaliðs á móti hinum risaliðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en gamla metið eiga Manchester United (2001-02) og Liverpool (2004-05) sem náðu aðeins í þrjú stig þau tímabil.

Árangur risanna í innbyrðisleikjum í vetur:

1. Liverpool 14 stig (af 18), markatala +7 (14-7)

2. Arsenal 8 stig (af 12), markatala +2 (9+7)

3. Manchester United 4 stig (af 15), markatala -2 (7-9)

4. Chelsea 1 stig (af 15), markatala -7 (2-9)

Leikir Chelsea á móti hinum risunum í vetur:

21. september Manchester United (heima) 1-1 jafntefli

26. október Liverpool (heima) 0-1 tap

30. nóvember Arsenal (heima) 1-2 tap

11. janúar Manchester United (úti) 0-3 tap

1. febrúar Liverpol (úti) 0-2 tap










Fleiri fréttir

Sjá meira


×