Enski boltinn

Aston Villa leikmennirnir að brenna út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Mynd/AFP

Martin O'Neill, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, hefur áhyggjur af því að mikið leikjaálag þýðir að leikmenn hans brenni út. Aston Villa hefur spilað meira en 50 leiki á tímabilinu og við bætist síðan að margir leikmenn liðsins eru að spila með enska unglingalandsliðinu.

Gabriel Agbonlahor og James Milner eru báðir að fara taka þátt í Evrópumóti 21 árs landsliða í sumar og fá því ekki mikið frí yfir sumarmánuðina.

„Það eru nokkrir leikmenn í okkar liði sem verða með á EM undir 21 árs í Svíþjóð sem þýðir að þeir fá kannski bara fjóra eða fimm daga í hvíld áður en undirbúningstímabilið okkar byrjar. Það er bara alls ekki nægjanleg hvíld," sagði O'Neill við Skysports.

Martin O'Neill hefur í hyggju að stjórna álaginu betur á sína menn á næsta tímabili og ætlar því að gera meira af því að gefa sínum mönnum frí frá æfingum þegar álagið er hvað mest.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×