Enski boltinn

Wigan skellti Tottenham

Jermain Defoe spilaði með Tottenham á ný í dag
Jermain Defoe spilaði með Tottenham á ný í dag NordicPhotos/GettyImages

Wigan vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Maynor Figueroa sem skoraði sigurmark Wigan í uppbótartíma og tryggði liði sínu fyrsta sigurinn á Tottenham í úrvalsdeild.

Jermain Defoe var í fyrsta sinn í byrjunarliði Tottenham síðan hann kom á ný til félagsins frá Portsmouth, en hann og Roman Pavlyuchenko fengu litla þjónustu í framlínunni.

Harry Redknapp breytti um leikaðferð og spilaði 5-3-2, en leikurinn var frekar leiðinlegur og stefndi í markalaust jafntefli þegar Figueroa stal öllum stigunum í lokin.

Gareth Bale, vinstri bakvörður Tottenham, spilaði þarna sinn 20. deildarleik fyrir Tottenham á ferlinum, en liðið hefur ekki náð að vinna einn einasta þeirra.

Wigan er í góðum málum í deildinni og situr sem fyrr í sjöunda sæti, en Tottenham er enn á fallsvæðinu með aðeins 20 stig þó sigur í dag hefði reyndar geta fleytt liðinu upp í miðja deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×