Enski boltinn

United tók Chelsea í kennslustund

Nemanja Vidic kom United á bragðið í kvöld
Nemanja Vidic kom United á bragðið í kvöld NordicPhotos/GettyImages
Meistarar Manchester United sýndu á sér sparihliðarnar í kvöld þegar þeir lögðu Chelsea á sannfærandi hátt 3-0 á heimavelli sínum Old Trafford.

Það var Serbinn Nemanja Vidic sem kom United yfir á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Ryan Giggs í netið á fjærstönginni eftir að Dimitar Berbatov hafði lagt hann fyrir með skalla á nærstönginni.

United fór því verðskuldað með forystu inn í hálfleikinn en Chelsea virtist slegið út af laginu eftir markið. Wayne Rooney bætti við öðru marki United á 63. mínútu með því að pota boltanum í netið á markteignum eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra.

Það var svo Berbatov sem innsiglaði öruggan og sanngjarnan sigur meistaranna með marki undir lokin þegar hann potaði fastri aukaspyrnu Cristiano Ronaldo í netið af stuttu færi.

United er nú aðeins fimm stigum á eftir toppliði Liverpool í töflunni og á tvo leiki til góða. United hefur 41 stig í þriðja sæti líkt og Aston Villa sem er í fjórða, Chelsea 42 í öðru og Liverpool er á toppnum með 46.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×