Enski boltinn

Benzema orðaður við United

NordicPhotos/GettyImages

Franski sóknarmaðurinn, Karim Benzema hjá Lyon er sagður efstur á óskalista Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United.

Að minnsta kosti tvö ensk dagblöð segja að Ferguson ætli ekki að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez en freista þess að fá Benzema í staðinn.

Sunday Mirror segir í morgun að Manchester City ætli að kaupa rússneska knattspyrnumanninn Andrei Arshavin frá Zenit í Pétursborg á 18 milljónir punda.

Samkvæmt Mirror var tilboð Arsenal nálægt 15 milljónum punda en blaðið segir að Manchester City bjóði Rússanum hærri laun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×