Enski boltinn

Brunavarnarkerfi ræsti leikmenn Chelsea í morgun

Scolari og félagar voru vaktir með látum í morgun
Scolari og félagar voru vaktir með látum í morgun Nordic Photos/Getty Images

Leikmenn Chelsea vöknuðu heldur óþægilega klukkan sjö í morgun, nokkrum klukkustundum fyrir leikinn mikilvæga gegn Manchester United á Old Trafford.

Luiz Scolari knattspyrnustjóra liðsins, leikmönnum og öllu starfsfólki var smalað út á tröppur eldsnemma í morgun eftir að brunavarnakerfið á hóteli liðsins í Manchester fór í gang.

Chelsea-menn fengu ekki að snú aftur til herbergja fyrr en slökkvilið hafði gengið úr skugga um að hvergi væri eld að finna á hótelinu. Þeir fengu að fara aftur inn á herbergi sín 50 mínútum eftir að brunavarnakerfið fór í gang.

Chelsea getur minnkað forskot Liverpool niður í eitt stig á toppi úrvalsdeildarinnar með sigri á Old Trafford í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×